Fréttir
  • Brúarverðlaun NVF 2008 - Einar Hafliðason tekur við verðlaununum fyrir Þjórsárbrú í Helsinki
  • Ypsilon brúin í Drammen Noregi fékk Norrænu brúarverðlaunin árið 2012.

Norrænu brúarverðlaunin 2016

óskað eftir tilnefningum

19.5.2015

Norrænu brúarverðlaunin eru veitt fjórða hvert ár og eru kynnt af Norræna vegasambandinu (NVF) og brúatækninefndum NVF. Þau eru veitt fyrir framúrskarandi framlag á sviði brúarverkfræði, með sérstöku tilliti til notagildis þeirra á Norðurlöndunum. 


Verðlaunin eru veitt eiganda brúarinnar, eðafulltrúa hans við hátíðlega athöfn á Via Nordica 2016 ráðstefnunni, sem haldin verður í Þrándheimi 8. – 10. júní 2016 (http://www.vianordica2016.no). Þar verður kynning á verkinu. Þess má geta að Þjórsárbrúin vann norrænu brúarverðlaunin árið 2008. 

Verðlaunin fyrir árið 2016 eru veitt fyrir nýja brú eða endurgerð brúar, sem er staðsett áNorðurlöndunum og verkið hefur verið fullunnið á árunum 2008 til júní 2016. Verkið skal vera eftirtektarvert, frumlegt, skapandi eða á annan hátt hvetja til mikilvægs framlags á sviðibrúarverkfræði. Stærð brúarinnar skiptir ekki mál. 

Senda skal tilnefningu um brú á Íslandi til ritara íslensku brúatækninefndarinnar, Guðrúnar Þóru Garðarsdóttur, Vegagerðinni, Borgartúni 7, 105 Reykjavík fyrir 31. október 2015. 


Tillagan skal innihalda:

  • stutta lýsingu og ljósmynd af brúnni
  • lýsingu á verðleikum og framkvæmd
  • upplýsingar um tengilið

NVF Norræna vegasambandið