Fréttir
  • Dynjandisheiði 11. maí
  • Dynjandisheiði 11. maí
  • Dynjandisheiði 11. maí
  • Öxi 16. apríl
  • Öxi 16. apríl
  • Öxi 16. apríl
  • Breiðdalsheiði 13. apríl
  • Breiðdalsheiði 13. apríl
  • Breiðdalsheiði 13. apríl
  • Nesjavallavegur 12. maí

Erfiður vetur að baki

Búið að opna heiðarnar 

15.5.2015

Búið er að opna Hrafnseyrar- og Dynjandisheiðar og Öxi og Breiðadalsheiði (aftur) en veturinn í vetur var sérstaklega erfiður. Víða hefur verið mun meiri snjór en undanfarin ár. Sérstaklega fyrir sunnan og vestan.


Þessi vetur hefur verið sérstaklega erfiður í vetrarþjónustuni (sjá frétt hér). Dynjandisheiðin var opnuð fyrr í vikunni og er það heldur seinna en undanfarin ár. Það tók næstum hálfan mánuð að opna Hrafnseyrar- og Dynjandisheiðar sem er óvenju langur tími. Snjór var líka mikill. Í heild muna menn ekki eftir jafn erfiðum vetri á sunnanverðum Vestfjörðum síðan árið 1995 og árin þar á undan. Það sést líka á myndunum frá mokstrinum af Dynjandisheiði. Það var ekki eingöngu snjórinn sem gerði veturinn erfiðan heldur voru veður óvenju hörð og leiðinleg stóran hluta vetrar.

Öxi fyrir austan var opnuð á þriðjudag og áður var Breiðdalsheiði opnuð. Heiðarnar höfðu báðar verið opnaðar fyrr en óvenju hörð vetrartíð að vori setti strik í reikninginn, heiðarnar lokuðust og bíða þurfti af sér verðrið. Mikill snjór hafði þá safnast í skafla. Annars var mestur snjór sunnan megin en minna norðan megin á þessum heiðum á Austurlandi.

Menn fóru heldur ekki varhluta af miklu snjó sunnan heiða og hefur Hellisheiðin ekki verið lokað jafnoft í mjög langan tíma auk þess sem vegna sérstaks veðurfars þurfti einnig nokkrum sinnum að loka Reykjanesbrautinni í vetur (sjá frétt). Snjóalög sjást vel á Nesjavallavegi sem nú er búið að opna fyrir umferð og fylgja með myndir af honum.

Myndirnar frá Breiðdalsheiði og Öxi voru teknar í apríl þegar var opnað í fyrra skiptið.