Fréttir
  • Útboðsvefur.is

Útboðsvefur um opinber útboð

frumbirtir útboð á útboðsvefur.is

4.5.2015

Búið er að opna nýjan vef um útboð á vegum hins opinbera, útboðsvefur.is. Útboð Vegagerðarinnar munu birtast þar og verður um frumbirtingu að ræða. Fyrsta birting verður því ekki í Framkvæmdafréttum líkt og verið hefur heldur á hinum nýja opinbera útboðsvef. 


Framkvæmdafréttir munu áfram koma út og þar verður listi yfir útboð sem eru í gangi líkt og nú er og yfirlit yfir auglýst útboð og samninga og annað slíkt. Útgáfan verður ekki jafn tíð og verið hefur. Það er því mikilvægt fyrir þá sem bjóða í verk hjá Vegagerðinni að kynna sér hinn nýja vef og fylgjast með á þeim vettvangi. Áfram verða allar upplýsingar um útboð aðgengilegar á vef Vegagerðarinnar.

Yfirlýst markmið með hinum nýja vef er að auðvelda aðgengi áhugasamra að upplýsingum um fyrirhuguð innkaup opinberra aðila, með því að birta á einum stað auglýsingar um opinber útboð. 

Á vefnum birtast auglýsingar og tilkynningar um fyrirhuguð innkaup opinberra aðila sem falla undir lög og reglugerðir um opinber innkaup. Undir það flokkast innkaup ríkis, sveitarfélaga og veitufyrirtækja þegar fjárhæðir innkaupa eru yfir innlendum og erlendum útboðsmörkum. 

Á útboðsvefnum geta opinberir aðilar einnig auglýst innkaup undir viðmiðunarmörkum til að tryggja gegnsæi.

Eftirtaldir  eru ásamt fjármála- og efnahagsráðuneytinu í samstarfi um hinn nýja útboðsvettvang:

  • Framkvæmdasýsla ríkisins
  • Landsnet
  • Orkuveita Reykjavíkur
  • Reykjavíkurborg
  • Ríkiseignir
  • Ríkiskaup
  • Vegagerðin