Fréttir
  • Umferðin með spá út árið
  • Umferðin eftir mánuðum
  • Umferðin eftir vikudögum frá áramótum

Met í umferð á höfuðborgarsvæðinu í mars

hefur ekki mælst meiri umferð í mars

15.4.2015

Umferðin í mars í ár á höfuðborgarsvæðinu jókst um 3,3 prósent frá sama mánuði í fyrra. Aldrei áður hefur mælst meiri umferð á hösuðborgarsvæðinu í marsmánuði. Mánuðurinn í fyrra var einnig metmánuður. Nú stefnir í að umferðin í ár aukist um 1,5 prósent.

Milli mánaða 2014 og 2015
Nýtt met var slegið í umferðinni um höfuðborgarsvæðið í mars mánuði en þá reyndist umferðin 3,3 prósentum meiri en hún var í sama mánuði á síðasta ári.  Aldrei áður hefur mælst meiri umferð í mars mánuði frá því að mælingar hófust. En mars mánuður árið 2014 var einnig met mánuður þ.a.l. er þetta annað árið í röð þar sem met er slegið í umferðinni í mars á höfuðborgarsvæðinu.  Umferðin í mars hefur að jafnaði aukist um 1,8 prósent frá árinu 2005 þannig hér er um tæplega tvöfallt meiri aukningu að ræða en í meðal ári, á þessu tímabili.  Mest jókst umferðin um Reykjanesbraut við Dalveg í Kópavogi eða um 4,8 prósent en minnst um Hafnarfjarðarveg sunnan Kópavogslækjar eða um 1,9 prósent. 

Frá áramótum 2014 og 2015
Umferðin hefur nú aukist um 0,9 prósent frá áramótum sem telst hófleg aukning og er það vegna þess að umferðin jókst frekar lítið á milli janúarmánaða og síðan varð samdráttur á milli febrúarmánaða. Þrátt fyrir þessa tiltölulega litlu aukningu frá áramótum er þetta þó mesta umferð sem mælst hefur fyrir þetta tímabil. 

Umferð eftir vikudögum frá áramótum
Umferðin eykst mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga og föstudaga en dregst saman á fimmtudögum, laugardögum og sunnudögum. Mest eykst umferðin á mánudögum eða um 2,4 prósent en dregst mest saman á laugardögum um 4,2 prósent. Almennt er mest er ekið á föstudögum, líkt og á Hringveginum.

Horfur út árið 2015
Nú stefnir í að umferðin gæti orðið um 1,5 prósentum meiri en árið 2014. Gangi þetta eftir yrði enn eitt metárið í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu, en 2014 er umferðarmesta árið, fram til þessa. Þessi þróun er fróðleg í ljósi þess hversu mikil umræðan hefur verið um gatnakerfi höfuðborgarsvæðisins.

Talnaefni