Fréttir
  • Vetrarþjónustan um páska

Þjónusta á vegum um páska 2015

Vegfarendum er bent á upplýsingasíma um færð, 1777, og á heimasíðu Vegagerðarinnar til frekari upplýsinga.

31.3.2015

Allar leiðir fá vetrarþjónustu samkvæmt venjubundinni áætlun nema leiðir með 6 daga þjónustu fá einnig þjónustu laugardaginn fyrir páska. Vegagerðin gerir þann fyrirvara að mokstur getur fallið niður ef veður verður vont og snjóalög mikil.

Vegfarendum er bent á upplýsingasíma um færð, 1777, og á heimasíðu Vegagerðarinnar til frekari upplýsinga.

Athugið!  Færð á vegum er ekki könnuð á vettvangi nema á umferðarþyngstu vegum. Upplýsingar um færð og veður taka annars mið af gögnum frá veðurstöðvum og myndavélum.