Fréttir
  • Hraðamyndavél

Vinna við hugbúnað í hraðamyndavélum

við Hagamel og Fiskilæk á Vesturlandsvegi

19.3.2015

Unnið er við hugbúnað hraðamyndavélanna við Fiskilæk og Hagamel á Vesturlandsvegi þessa dagana. Vegfarendur sem átt hafa leið framhjá og verið á löglegum hraða hafa orðið varir við rauðan blossa myndavélar. Það tengist aðeins þessari vinnu við hugbúnaðinn og leiðir ekki til sekta. Eðlilega er ekki sektað ef menn aka á eða undir leyfilegum ökuhraða.