Fréttir
  • Staðargróður, námskeið

Námskeið um endurheimt staðargróðurs

á vegum Vegagerðarinnar og Landbúnaðarháskólans

7.9.2017

Námskeið um endurheimt staðargróðurs á framkvæmdasvæðum verður haldið hjá Landbúnaðarháskóla Íslands á Keldnaholti í Reykjavík fimmtudaginn 12. október nk. Á námskeiðinu verður fjallað um helstu aðferðir sem hægt er að beita við endurheimt staðargróðurs auk þess sem rætt verður um undirbúning, áætlanagerð, framkvæmd, viðhald og eftirfylgni slíkra verka.

Sjá nánar hér.

Í grófum dráttum má skipta aðferðum við endurheimt staðargróðurs í tvo meginflokka:annars vegar aðferðir er byggja á nýtingu gróðursvarðar úr vegstæði og öðrum svæðum er verða fyrir raski (dreifing á svarðlagi, heilum gróðurtorfum og mosum);og hins vegar nýting á efnivið úr nágrenni framkvæmdasvæða (fræslægju, fræi afstaðargróðri og græðlingum). 

Þar til viðbótar má telja „hefðbundna uppgræðslu“ með grasfræi og áburði, sem er sú aðferð er hingað til hefur verið mest notuð við uppgræðslu vegna vegagerðar.Á námskeiðinu verður gerð grein fyrir þessum aðferðum og möguleikum á  að innleiða þær aðferð á mismunandi framkvæmdasvæðum. 

Einnig verður farið í vettvangsferð þar sem mismunandi útfærslur á mismunandi aðferðum verða skoðaðar.