Fréttir
  • Umferðin uppsafnað
  • Umferðin hlutfallsleg breyting
  • Umferðin eftir mánuðum
  • Umferðin með spá út árið
  • Umferðin eftir vikudögum

Nærri 40% aukning í umferð á Hringvegi, en minni umferð samt en árið 2019

Umferðin frá áramótum hefur aukist um nærri 14 prósent

5.5.2021

Umferðin á Hringvegi í nýliðnum apríl mánuði jókst um 37,2 prósent miðað við sama mánuð fyrir ári. Frá áramótum hefur umferðin aukist um 13,6 prósent frá því í fyrra en dregist saman um tæp sjö prósent frá því sem hún var árið 2019.

Milli mánaða 2020 og 2021
Umferðin, yfir 16 lykilteljara Vegagerðarinnar á Hringvegi, jókst um 37,2% í apríl miðað við sama mánuð á síðasta ári.  Þetta er eðlileg aukning í ljósi ástandsins vegna Covid-faraldursins á sama tíma í fyrra og nú.

Mest jókst umferðin um Norðurland eða um heil 74,5% en minnst um höfuðborgarsvæðið eða um 26,1%.

Aukning varð á öllum talningarstöðum en mesta við Gljúfurá, sunnan Blönduós, eða um 100,4% og minnst jókst umferðin við Úlfarsfell eða um 22,0%.

Það sem af er ári
Nú hefur umferðin aukist um 13,6% frá áramótum og þætti það mjög mikið ef síðasta ár hefði verið venjulegt, en þrátt fyrir þessa miklu aukningu er umferðin á Hringveginum tæplega 6% undir því sem hún var, árið 2019.

Samanburðartafla






Umferðin eftir vikudögum
Umferð hefur aukist í öllum vikudögum frá áramótum. Mest hefur umferð aukist á sunnudögum eða um tæp 27% en athygli vekur að umferð hefur ,,aðeins“ aukist um tæp 7% á miðvikudögum. Sé umferðin hins vegar borin saman við árið 2019 hefur hún dregist saman í öllum vikudögum, utan þriðjudaga,  mest á laugardögum eða um tæp 10% en 0,4% aukning hefur verið á þriðjudögum.

Horfur út árið 2021
Miðað við fjóra fyrstu mánuði ársins gæti umferðin aukist um 7% á Hringvegi nú í ár miðað við síðasta ár.  Gangi sú spá eftir og umferðin borin saman við árið 2019 þá myndi hún vera 7% minni.  Svo enn eru ekki teikn á lofti um að umferðin nái fyrri ,,styrk“  nú í ár, sem aftur leiðir hugann að tengslum hennar við hagvöxtinn og þá má draga þá ályktun að umsvif þjóðfélagsins munu ekki aukast það mikið í ár að þau verði jafnmikil og þau voru árið 2019.