Fréttir
  • Ný Vestmannaeyjaferja í smíðum apríl 2018
  • Ný Vestmannaeyjaferja í smíðum apríl 2018
  • Ný Vestmannaeyjaferja í smíðum apríl 2018
  • Ný Vestmannaeyjaferja í smíðum apríl 2018
  • Ný Vestmannaeyjaferja í smíðum apríl 2018

Mynd að komast á nýjan Herjólf

smíðin á áætlun

25.4.2018

Smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju gengur samkvæmt áætlun. Komin er mynd á nýju ferjuna enda skrokkurinn nú tilbúinn og allt útlit fyrir að ferjan verði afhent Vegagerðinni þann 22. september líkt og stefnt hefur verið að.

Skrokkurinn er tilbúinn en hurðirnar er verið að smíða. Innanfrágangur er hafinn rétt eins og málun skrokksins. Þótt skrokkurinn sé nú allur samsoðinn vantar enn stefnishlerann og skuthurðina auk glugga og hurða. Unnið er að frágangi lagna og rýma innan skips.  Megnið að búnaðinum er komið um borð, vélar, hluti rafhlaða, bógskrúfur o.s.frv. Það vantar þó enn viðbótar rafhlöðurnar og rafbúnaðinn til að taka við straumi frá landi, eftir að ákveðið var að ferjan myndi sigla alfarið á rafmagni milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja. Um borð verður mótor sem framleiðir rafmagn til að knýja ferjuna áfram á lengri leiðum svo sem í Þorlákshöfn en við allar venjulegar aðstæður verður siglt á rafmagni. Hleðslustöðvar verða í landi til að framleiða rafmagn. Til að þetta yrði gerlegt þurfti að fjölga rafhlöðum um borð.

Unnið er að smíðinni í pólsku skipasmíðastöðinni CRIST C.A. í Gdansk í Póllandi.