Fréttir
  • Umferðin samanlagt
  • Umferðin eftir mánuðum
  • Umferðin með spá út árið
  • Umferðin hlutfallsleg breyting
  • Umferðin eftir vikudögum

Minni umferð á höfuðborgarsvæðinu

Umferðin rúmum tveimur prósentum minni í janúar í ár

9.2.2022

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í janúar reyndist rúmum tveimur prósentum minni í ár en í sama mánuði í fyrra. Umferðin dróst saman rétt eins og á Hringveginum en þar dróst hún einmitt aðallega saman í mælipunktum í nágrenni höfuðborgarsvæðisins.

Milli mánaða
Umferðin dróst saman um 2,2% í þremur lykilmælisniðum Vegagerðarinnar á höfuðborgarsvæðinu í nýliðnum janúar borið saman við sama mánuð árið 2021. Umferð dróst saman í tveimur mælisniðum og mest í mælisniði á Vesturlandsvegi ofan Ártúnsbrekku eða um 4,5% en minniháttar aukning mældist í mælisniði á Reykjanesbraut eða 0,8%.

Umferð eftir vikudögum
Janúar kom þannig út að umferð stóð í stað eða dróst saman í öllum vikudögum fyrir utan miðvikudaga en í þeim jókst umferðin um 6%. Umferð dróst aftur á móti mikið saman á föstudögum eða um 19%.

Mest var ekið á föstudögum en minnst á sunnudögum.

Talnaefni