Fréttir
  • Umferðin hlutfallsleg breyting
  • Umferðin samtals
  • Umferðin með spá út árið
  • Umferðin eftir mánuðum
  • Umferðin eftir vikudögum

Mikil umferðaraukning í nóvember

Umferðin á Hringvegi jókst um tæp 24 prósent

6.12.2021

Umferðin á Hringveginum í nóvember jókst um tæplega 24 prósent. Þrátt fyrir þessa miklu aukningu er umferðin í mánuðinum minni en í sama mánuði bæði árin 2018 og 2019. Útlit er fyrir að umferðin í ár muni aukast um heil 13 prósent.

Milli mánaða 2020 og 2021
Í nýliðnum mánuði jókst umferðin, um 16 lykiltalningasnið Vegagerðarinnar á Hringvegi, um tæp 24%.  Mest jókst umferð um Norðurland eða um tæp 44% en af einstaka talningarstöðum varð mesta aukningin um teljarasnið á Mýrdalssandi eða 230% aukning.  Þetta er annan mánuðinn í röð sem þetta einstaka snið hækkar mest.

Nú skal haft í huga að umferðin hafði dregist mikið saman á síðasta ári því sýnist aukningin vera meiri en ef engin faraldur væri í gangi.  Umferðin í síðasta mánuði var minni en árin 2018 og 2019, svo ekkert met var slegið þó aukning hafi verið mikil.


Samanburðartafla


 

Umferð eftir vikudögum
Umferðin hefur aukist í öllum vikudögum en hlutfallslega mest á sunnudögum eða um 16,5%. Mest er ekið á föstudögum en minnst á laugardögum.

Horfur út árið 2021
Nú þegar einn mánuður er eftir af árinu er gert ráð fyrir að umferðin muni aukast um rétt ríflega 13% miðað við síðasta ár.  Gangi sú spá eftir mun umferðin samt verða rúmlega 2% undir því sem hún var árið 2019 en á pari við umferðina árið 2018.