Fréttir
  • Umferðin eftir mánuðum
  • Umferðin með spá út árið
  • Umferðin uppsafnað
  • Umferðin eftir vikudögum

Mikil aukning umferðar í mars á Hringveginum

Umferðin jókst um rúm 13 prósent - minni aukning en var í fyrra

3.4.2018

Umferðin á Hringveginum í nýliðnum mars jókst mikið frá sama mánuði fyrir ári eða um ríflega þrettán prósent. Þetta er þó mun minni aukning en varð fyrir ári, aukningin skýrist að einhverju marki af tímasetningu páskanna. Útlit er nú fyrir að aukning verði í umferðinni í ár sem nemur 4-6 prósentum.

Milli mánaða 2017 og 2018
Umferðin um 16 lykilteljara á Hringveginum jókst gríðarlega mikið í nýliðnum mars-mánuði miðað við sama mánuð á síðasta ári eða um 13,3%.  Ástæðu þessarar miklu aukningar nú má trúlega rekja til tímasetningar páska á milli ára.  Nýtt met var slegið í fjölda ökutækja um Hringveginn í mars.

Mest jókst umferðin um mælisnið á Suðurlandi eða um tæplega 24% en minnst jókst umferðin um mælisnið í og í grennd við höfuðborgarsvæðið eða um rúmlega 8%.

Af einstaka mælistöðum varð mesta aukningin um mælisnið á Hellisheiði eða rúmlega 28% aukning.

Samanburdartafla-2018-mars
Frá áramótum milli áranna 2017 og 2018
Nú hefur umferðin aukist um tæplega 6% á Hringveginum miðað við sama tímabil á síðasta ári. Þó þetta sé töluvert mikil aukning er hún tvöfalt minni en aukningin var á sama tíma á síðasta ári.

Mest hefur umferðin aukist á Suðurlandi eða um 12,4% en minnst hefur umferðin aukist um mælisnið á og í grennd við höfuðborgarsvæðið eða um 4%. 

Umferð eftir vikudögum
Frá áramótum hefur umferðin aukist hlutfallslega mest á fimmtudögum eða um tæp 10%, miðað við sama tímabil á síðasta ári.  Umferð hefur aukist alla vikudaga, nema á sunnudögum en þar hefur orðið um 3,4% samdráttur.

Eins og áður er mest ekið á föstudögum en minnst á sunnudögum. 

Horfur út árið 2018
Miðað við það sem liðið er af árinu og hegðun umferðar undanfarin ár má búast við aukningu í flestum mánuðum ársins og því gæti heildaraukningin orðið 4 – 5% á Hringveginum nú í ár.