Fréttir
  • Umferðin hlutfallsleg breyting
  • Umferðin eftir mánuðum
  • Umferðin samtals
  • Umferðin með spá út árið
  • Umferðin eftir vikudögum

Mikil aukning en ekki met á höfuðborgarsvæðinu

umferðin jókst um 23 prósent í nóvember

7.12.2021

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í nóvember jókst um 23 prósent í nýliðnum nóvembermánuði. Þrátt fyrir mikla aukningu nær umferðin ekki að vera jafnmikil og hún var árin 2018 og 2019. Útlit er fyrir að umferðin í ár aukist um 9 prósent án þess þó að sú aukning slái metið um umferð á einu ári.

Milli mánaða 2020 og 2021
Umferðin í nýliðnum mánuði á höfuðborgarsvæðinu, í þremur lykilmælisniðum Vegagerðarinnar, reyndist 23% meiri en hún var í sama mánuði á síðasta ári.  Þrátt fyrir þessa miklu aukningu nú var umferðin samt um 1,6% undir því sem hún var árið 2019 og 1,4% undir umferðinni árið 2018, í umræddum mánuði.

Mest jókst umferðin í mælisniði á Hafnarfjarðarvegi eða um tæpt 31% en minnst um mælisnið á Reykjanesbraut eða um rúmlega 19%.

Umferð vikudaga
Í nýliðnum mánuði jókst umferð hlutfallslega mest á fimmtudögum en minnst á mánudögum.  Mest var ekið á föstudögum en minnst á sunnudögum.

Horfur út árið 2021
Nú bendir allt til þess að umferð aukist um rúmlega 9% miðað við síðasta ár.  Gangi það eftir verður umferðin samt tæpum 2% undir árinu 2019 og tæplega 1% undir árinu 2018.