Fréttir
  • Umferðin uppsafnað
  • Umferðin eftir mánuðum
  • Umferðin með spá út árið
  • Umferðin eftir vikudögum

Metumferð í maí á höfuðborgarsvæðinu

Ekkert lát á aukningu umferðarinnar

2.6.2017

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu jókst um tæp átta prósent í nýliðnum maí mánuði miðað við sama mánuð í fyrra. Aldrei áður hefur umferðin í maí aukist jafn mikið. Frá áramótum hefur umferðin aukist um 8,4 prósent og reikna má með að aukningin í ár muni verða um sjö prósent.

Milli mánaða 2016 og 2017
Áætlað er að umferðin hafi aukist samtals um 7,9 % fyrir þrjú lykil mælisnið Vegagerðarinnar á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er met aukning á milli maí mánaða frá upphafi þessarar samantektar.

Mest er var aukningin um mælisnið á Reykjanesbraut við Dalveg í Kópavogi eða 10,6% aukning. 

Frá áramótum milli áranna 2016 og 2017
Nú hefur umferðin aukist um 8,4 %, frá áramótum miðað við sama tímabil á síðasta ári.  Þetta er rúmlega einu prósenti meiri aukning miðað við árstíma en var á síðasta ári þannig að hér er um nýtt met að ræða miðað við árstíma. 

Umferð eftir vikudögum
Umferðin jókst mest á fimmtudögum eða um 6,3 % en stóð í stað á þriðjudögum. Mest var ekið á föstudögum en minnst á sunnudögum. 

Horfur út árið 2017
Nú eru líkur á því að umferðin aukist um 7 % yfir mælisniðin þrjú miðað við árið 2016. Ef það gengur eftir yrði það svipuð aukning og varð á síðasta ári en þá jókst umferðin um 7,2 % yfir mælisniðin þrjú.