Fréttir
  • Umferðin í júlí 2016
  • Umferðin eftir vikudögum

Met umferð á Hringveginum í júlí

4.8.2016

Umferðin í nýliðnum júlí var sú mesta sem mælst hefur, í nokkrum mánuði, frá upphafi en alls fóru tæplega 101 þús. ökutæki á dag um 16 lykilsnið Vegagerðarinnar á Hringvegi.

Umferðin jókst um tæp 10% í nýliðnum mánuði borið saman við sama mánuð á síðasta ári.  Frá áramótum hefur umferðin aukist um tæp 13% og sýna spár að umferðin geti aukist um tæp 10% á þessu ári miðað við síðasta ár, sem yrði þá nýtt met í hlutfallslegum vexti yfir heilt ár.

Milli mánaða 2015 og 2016

Umferðin á Hringveginum jókst um 9,5% milli júlí mánaða, sem er hlutfallslega mesta aukning í þessum mánuðum frá því að þessi samantekt hófst árið 2005.  Umferðin jókst á öllum landssvæðum en mest jókst umferðin um mælisnið á Austurlandi eða rúmlega 20%. 

Enn eitt metið féll, í nýliðnum júlí , en aldrei hafa jafn mörg ökutæki farið daglega yfir mælisniðin 16, frá upphafi, eða rétt tæplega 101. þús. Fyrra metið var frá júlí á síðasta ári en þá fóru rétt rúmlega 92 þús. ökutæki að meðaltali yfir mælisniðin 16.

Frá áramótum milli áranna 2015 og 2016

Nú hefur umferðin aukist um 12,7% frá áramótum m.v. sama tímabil á síðasta ári.  Aldrei hefur umferðin bæði aukist jafn mikið og mælst jafn mikil, m.v. árstíma.  Mest hefur umferðin aukist um Austurland eða rúmlega 28%, en þá ber að hafa í huga að umferðin um mælisnið á Austurlandi er jafnframt sú minnsta, í ökutækjum talið, eða rétt um 1,5% af heildarumferð umræddra mælisniða.

Umferð eftir vikudögum milli árann 2015 og 2016

Umferðin hefur aukist alla vikudaga en mest á sunnudögum eða 15,6%.   Það sem af er ári eru flest ökutæki á ferðinni á föstudögum en fæst á þriðjudögum.

Horfur út árið 2016

Þegar tekið er mið af hegðun umferðar á Hringvegi eftir mánuðum eru miklar líkur á að heildarumferðin fyrir árið 2016 geti aukist um 9 - 10% m.v. síðasta ár.  Hlutfallslega mesta aukning sem, mælst hefur fyrir mælisniðin 16 fram til þess á milli ára, er 6,8%. Sú aukning átti sér stað á milli áranna 2006 og 2007.  Staðan er því þannig nú að talsverðar líkur eru á því að enn eitt metið muni falla í árslok, hegði umferðin sér með svipuðum hætti og undanfarin ár.

 

Sjá nánar talnaefni hér .