Fréttir
  • Umferðin eftir mánuðum
  • Umferðin uppsafnað
  • Umferðin með spá út árið
  • Hringvegur-vikudagar-januar

Met í umferðinni í byrjun árs 2017

umferðin í janúar jókst um ríflega 13 prósent

2.2.2017

Gríðarlega mikil aukning varð í umferðinni í nýliðnum janúarmánuði um 16 lykilteljara Vegagerðarinnar á Hringveginum. Umferðin jókst um ríflega 13 prósent sem er svipuð aukning og í janúar í fyrra en margföld meðaltalsaukning í janúar. Umferðin hefur aldrei áður verið meiri á Hringveginum í janúarmánuði en ríflega 55 þúsund bílar fóru um teljara á degi hverjum eða um 13 þúsund fleiri en fyrir tveimur árum.

Milli mánaða 2016 og 2017
Umferðin jókst gríðarlega mikið, um 16 lykilteljara Vegagerðarinnar á Hringvegi, í nýliðnum mánuði borið saman við sama mánuð á síðasta ári.  Aukningin yfir sniðin 16 varð rúmlega 13%. Þessi aukning er hlutfallslega svipuð og varð á síðasta ári í sama mánuði en í bílum talið er aukningin nú um 1000 bílum stærri, á degi hverjum.

Frá árinu 2005 hefur umferðin aukist að jafnaði um 3,5% í janúar þar af leiðandi er núverandi aukning tæplega fjórföld á við meðalár.

Mest jókst umferðin um Suðurland eða tæplega 28% en minnst varð aukningin um Norðurland eða tæplega 7%.

Aldrei, frá því að þessi samantekt hófst, hefur mælst meiri umferð í janúar á Hringveginum þannig nýtt ár byrjar á nýju meti í umferðinni.


Samanburðartafla

Umferð vikudaga
Umferðin jókst mikið alla vikudaga miðað við síðasta ár, en mest jókst umferðin á föstudögum eða rúmlega 26%. Minnst jókst umferðin á sunnudögum eða tæplega 3%.

Mest var ekið á föstudögum en minnst á þriðju-, og miðvikudögum.


Talnaefni