Fréttir
  • Vinnusvæðamerkingar

Merking vinnusvæða – námskeið í febrúar 2020

Námskeið í merkingu vinnusvæða hjá Opna háskólanum í HR 

17.1.2020

Námskeiðið "Merking vinnusvæða" verður haldið í Opna háskólanum í HR 4. og 5. febrúar næstkomandi. Námskeiðið er alls 16 klst. (2*8klst) að lengd og ætlað verkkaupum, hönnuðum og eftirlitsmönnum sem á einn eða annan hátt vilja koma að undirbúningi og framkvæmd vega- og gatnagerðarmannvirkja svo og öðrum þeim stofnunum og fyrirtækjum sem vinna að framkvæmdum á eða við vegsvæði. Þeir sem koma að þessum verkum þurfa að hafa sótt námskeiðið og lokið prófi samkvæmt reglugerð sem á sér stoð í umferðarlögum.   

Þar sem um réttindanámskeið er að ræða þreyta þátttakendur próf til réttinda í lok námskeiðsins. Þeir  þátttakendur sem standast prófið frá prófskírteini sem gildir í 5 ár. Þeir sem eru með skírteini eldra en 5 ára þurfa að endurnýja sín vorið 2022, en frá og með þeim tíma verður boðið upp á endurmenntunarnámskeið. 

Árið 2009 var gefin út reglugerð nr. 492/2009 með stoð í umferðarlögum um merkingu og aðrar öryggisráðstafanir vegna framkvæmda á og við vegi. Þar var m.a. kveðið á um að Vegagerðinni væri falið að skrifa nánari reglur um útfærslu og framkvæmd vinnusvæðamerkinga. Í reglunum eru strangar kröfur um þekkingu og réttindi þeirra sem koma að þessum málum. Þar kemur fram að allir sem koma að þessum málum frá Vegagerðinni og Reykjavíkurborg og þeir verktakar, hönnuðir og eftirlitsmenn sem tengjast verkefnum á þeirra vegum þurfa að hafa sótt námskeiðið Merking vinnusvæða og lokið prófi eins og gerðar eru kröfur um í umræddum reglum. 

Leiðbeinendur:  

  • Björn Ólafsson fv. forstöðumaður þjónustudeildar Vegagerðarinnar og stundakennari við HR 

  • Ingvi Árnason fv. svæðisstjóri hjá Vegagerðinni 

  • Guðmundur Vignir Óskarsson verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg 

Kennslufyrirkomulag: Kennsla fer fram þriðjudaginn 4. febrúar og miðvikudaginn 5. febrúar milli kl. 8:30 og 16:30 í Opna háskólanum í HR. 

Smelltu hér til að nálgast nánari upplýsingar um námskeiðið "Merking vinnusvæða". 

https://oh.ru.is/namskeid/stutt-namskeid/merking-vinnusvaeda 

Nánari upplýsingar: Linda Vilhjálmsdóttir, verkefnastjóri hjá Opna háskólanum í HR, tölvupóstur: lindav@ru.is, sími 599-6341.