Fréttir
  • Viðgerðir á lofti Norðfjarðarganga

Meira opið í Norðfjarðargöngum

verða opin til kl. 20 á miðvikudag

9.11.2021

Norðfjarðargöng eru nú opin fyrir allri umferð og verða til kl. 20 á morgun miðvikudag 10. nóvember. Lokað verður um nóttina en síðan opið frá því snemma á fimmtudagsmorgni og fram eftir degi, hugsanlega lokað um kvöldið. Ástæðan er vinnufyrirkomulagið við lagfæringar á lofti ganganna.

Útlit er fyrir að ekki þurfi að koma til mikið frekari lokana en hér er nefnt.

Göngin eru því opin í dag 9.11. og í alla nótt. Þann 10.11. er opið til kl. 20:00 og síðan frá morgni þess 11.11. fram á kvöld.