Fréttir
  • Umferð á höfuðborgarsvæðinu
  • Umferðin uppsafnað
  • Umferðin eftir mánuðum
  • Umferðin með spá út árið
  • Umferðin eftir vikudögum

Lítil aukning umferðar á höfuðborgarsvæðinu í ágúst

Útlit fyrir minnstu aukningu síðan 2012

4.9.2019

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í ágúst jókst mjög lítið eða um 0,4 prósent. Umferðin frá áramótum hefur einungis aukist um 1,2 prósent og útlit er nú fyrir að heildaraukningin í ár geti numið 2,4 prósentum, samkvæmt reiknilíkani Vegagerðarinnar. Það yrði þá minnsta aukning síðan árið 2012.

Milli mánaða 2018 og 2019
Umferð jókst samtals um 0,4% yfir þrjú lykilmælisnið Vegagerðarinnar á höfuðborgarsvæðinu í nýliðnum mánuði miðað við  sama mánuð á síðasta ári. Þessi litla heildaraukning er borin uppi af 1,5% aukningu í mælisniði ofan Ártúnsbrekku því umferð í hinum tveimur sniðunum dróst saman um 0,4% og 0,2%. 

Frá áramótum
Nú hefur umferð aukist um 1,2%, frá áramótum.  Leita þarf aftur til ársins 2012 til að finna minni aukningu miðað við árstíma.

Vikudagar
Umferðin jókst í öllum vikudögum nema sunnudögum en þar mældist 1,5% samdráttur miðað við sömu vikudaga í ágústmánuði 2018.

Mest var ekið á fimmtudögum en minnst á sunnudögum í nýliðnum mánuði. 

Horfur út árið 2019
Nú er gert ráð fyrir að umferð geti aukist um 2,4% miðað við síðasta ár.  Gangi það eftir verður þetta minnsta aukning frá árinu 2012.