Fréttir
  • Bikblæðingar desember 2020

Lítið vart við bikblæðingar síðdegis

vegfarendur hafi vara á sér og aki varlega

16.12.2020

Eftirlitsmenn Vegagerðarinnar hafa lítið orðið varir við bikblæðingar á Hringveginum á  milli Borgarness og Akureyrar nú síðdegis og því ekki ástæða til að letja fólk ferðalaga þess vegna. Vegfarendur eru eigi að síður beðnir um að fara varlega og hafa varann á sér, leita upplýsinga á heimsíðu Vegagerðarinnar, á Twitter eða í síma 1777. Ástandið gæti breyst.

Útlit er fyrir heldur kólnandi veður sem gefur einnig betri von um að ástandið verði ekki aftur jafnslæmt og það var þegar það var verst.