Fréttir
  • Vegagerðin.

Leitað eftir framkvæmdastjóra nýs þjónustusviðs Vegagerðarinnar

Meiri áhersla lögð á þjónustu við vegfarendur og sjófarendur í nýju skipuriti Vegagerðarinnar.

16.8.2019

Þegar nýtt skipurit Vegagerðarinnar var kynnt á starfsmannafundi í sumar voru stærstu tíðindin sú að til varð sérstakt þjónustusvið þar sem áhersla er lögð á þjónustu við vegakerfið, og þjónustu og upplýsingamiðlun til vegfarenda og sjófarenda. Áður var þjónusta hluti af mannvirkjasviði.

„Tilkoma nýs þjónustusviðs er til marks um aukna áherslu Vegagerðarinnar á þjónustu. Þá gerum við okkur grein fyrir að við erum stödd í miðri upplýsingatæknibyltingu og viljum skapa aukið svigrúm fyrir þróun á þeim lausnum til framtíðar, sérstaklega í upplýsingagjöf til vegfarenda og sjófarenda,“ segir Bergþóra Þorkelsdóttir forstjóri Vegagerðarinnar.

Vegagerðin auglýsir nú eftir framkvæmdastjóra hins nýja þjónustusviðs. Áhugasamir geta skoðað auglýsinguna hér.