Fréttir
  • Umferð á Kringumýrarbraut í september 2021. Mynd: Bjarki Jóhannsson

Kynningarfundur fyrir verktakafyrirtæki

Í húsnæði Vegagerðarinnar í Garðabæ

26.9.2022

Vegagerðin stendur fyrir kynningarfundi fyrir verktakafyrirtæki miðvikudaginn 28. september kl. 9.00 til 10.15, í höfuðstöðvum Vegagerðarinnar í Suðurhrauni 3 í Garðabæ. Þar verða kynntar þær samgönguframkvæmdir sem framundan eru á höfuðborgarsvæðinu.

Áhugasamir verktakar eru velkomnir á fundinn.

Á fundinum verða til umfjöllunar fyrirhugaðar samgönguframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu; stofnvegaframkvæmdir, göngu- og hjólastígar, innviðir vegna Borgarlínu, brýr, umferðastokkar, göngubrýr og undirgöng eru á meðal  helstu verkefna. Farið verður yfir gerð og stærð verkefna, tímalínu framkvæmda og hvernig útboðsformi verður mögulega háttað.  

Dagskrá

Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, setur fundinn.

Bryndís Friðriksdóttir, svæðisstjóri Höfuðborgarsvæðis Vegagerðarinnar. Samgöngusáttmálinn - helstu verkefni.

Sigurður Jens Sigurðsson, byggingarverkfræðingur hjá Vegagerðinni. Fyrirhugaðar samgönguframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu, tímalína og framkvæmdir 2023-2028.

Fyrirspurnir og umræður.