Fréttir
  • Kynning Dynjandisheiði og Bíldudalsvegur
  • Kynning Dynjandisheiði og Bíldudalsvegur
  • Kynning Dynjandisheiði og Bíldudalsvegur
  • Kynning Dynjandisheiði og Bíldudalsvegur
  • Kynning Dynjandisheiði og Bíldudalsvegur
  • Kynning Dynjandisheiði og Bíldudalsvegur
  • Kynning Dynjandisheiði og Bíldudalsvegur
  • Kynning Dynjandisheiði og Bíldudalsvegur

Kynning á Dynjandisheiði og Bíldudalsvegi

kynningarfundir á Ísafirði og Bíldudal

10.2.2020

Kynningarfundir vegna mats á umhverfisáhrifum vegalagningar yfir Dynjandisheiði og á Bíldudalsvegi voru haldnir á Ísafirði og Bíldudal í síðustu viku. Um 80 manns sóttu fundina og voru fundarmenn almennt mjög áhugasamir um fyrirhugaðar framkvæmdir.

Fundirnir eru haldnir í tenglsum við frummatsskýrslu sem finna má hér á vef Vegagerðarinnar. Þar sem frummatsskýrslan er mjög löng og hleypur á hundruðum blaðsíðna með öllu hefur verið gefinn út minna rit sem einnig má finna á vefnum .

Fundirnir voru meðal annars haldnir til að gefa fólki tækifæri til að kynna sér matið og er liður í matsferlinu. Einnig auðveldar það fólki að gera athugasemdir við frummatsskýrsluna en skila þarf inn athugasemdum fyrir 17. febrúar til Skipulagsstofnunar. Sjá á vefnum í gegnum linkinn hér að ofan. 

Fundarmenn bæði á Ísafirði og Bíldudal spurðu margs og voru ánægðir með kynninguna. Flestum leist vel á þær veglínur sem eru til skoðunar í matinu þótt upp kæmu vangaveltur um mögulega snjósöfnun og erfiðleika við að halda veginum opnum. Ljós er að þetta eru erfiðir fjallvegir en ætlunin er að byggja heilsársveg sem mögulegt verður að halda opnum allt árið um kring þótt með þessa fjallvegi einsog alla aðra á Íslandi þá munu koma dagar þar sem er ófært.

Það voru þau Helga Aðalgeirsdóttir og Sóley Jónasdóttir, hjá Vegagerðinni, sem unnu matið. Þær kynntu frummatsskýrsluna  á fundinum ásamt Guðmundi Vali Guðmundssyni forstöðumanni hönnunardeildar Vegagerðarinnar.