Fréttir
  • Á Vestfjarðavegi (60)

Íbúafundur í Reykhólahreppi 9. janúar

Vegagerðin boðar til fundar til að upplýsa afstöðuna til vegalagningar

4.1.2019

Vegagerðin heldur íbúafund í Reykhólahreppi miðvikudaginn 9. janúar nk. til að upplýsa íbúa hreppsins og aðra íbúa sem nýta Vestfjarðaveg (60) um afstöðuna til vegalagningar um Gufudalssveit eða um þann kafla sem eftir er á sunnanverðum Vestfjörðum og deilur hafa staðið um nú um langa hríð.

Fundurinn verður haldinn kl. 16:30 í Reykhólaskóla á Reykhólum og kynnir Vegagerðin vinnu sína og sjónarmið varðandi þetta mál og ástæður fyrir niðurstöðu stofnunarinnar á  vali á veglínu milli Bjarkalundar og Skálaness