Fréttir
  • Hátt í 80 manns sóttu morgunverðarfundinn á Grand hótel.
  • Rögnvaldur Guðmundsson, framkvæmdastjóri hjá Rannsóknum og ráðgjöf ferðaþjónustunnar.
  • Einar Pálsson forstöðumaður vegþjónustudeildar Vegagerðarinnar.
  • Sóley Jónasdóttir verkefnastjóri á hönnunardeild Vegagerðarinnar.
  • Björn H. Reynisson verkefnisstjóri hjá Markaðsstofu Norðurlands.
  • Mikill áhugi var fyrir morgunverðarfundinum og hann vel sóttur.
  • G. Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar var fundastjóri.

Hvar stoppa ferðamenn? Upptaka af morgunverðarfundi

Vel mætt á morgunverðarfund Vegagerðarinnar

3.2.2020

Hátt í áttatíu manns sóttu morgunverðarfund Vegagerðarinnar Hvar stoppa ferðamenn? sem haldinn var á Grand hótel miðvikudaginn 29. janúar síðastliðinn. Um hundrað manns fylgdust með beinu streymi af fundinum.

Fjórir fyrirlesarar fluttu erindi á fundinum:

Rögnvaldur Guðmundsson, framkvæmdastjóri hjá Rannsóknum og ráðgjöf ferðaþjónustunnar (RRF), kynnti niðurstöður rannsókna RRF á þróun umferðar erlendra ferðamanna á bílaleigubílum á tíu stöðum við hringveginn á tímabilinu 2010 til 2018.

Einar Pálsson forstöðumaður vegþjónustudeildar Vegagerðarinnar fjallaði um áningarstaði Vegagerðarinnar og þær áskoranir sem stofnunin þarf að takast á við með fjölgun ferðamanna.

Sóley Jónasdóttir verkefnastjóri á hönnunardeild Vegagerðarinnar sagði frá verkefni þar sem kortlagðir voru staðir á og við Hringveginn þar sem ferðamenn stoppa til myndatöku.

Að lokum greindi Björn H. Reynisson frá Markaðsstofu Norðurlands frá hinni nýju Norðurstrandaleið, tilurð hennar, árangri og framtíðarsýn.

Hér má finna upptöku af fundinum.