Fréttir
  • Snjórinn á Hrafnseyrarheiði þetta vorið var með mesta móti. Mynd/Skjáskot úr myndbandi
  • Gunnar G. Sigurðsson hefur mokað Hrafnseyrarheiði á hverju voru síðan 1974 utan tvö ár.

Hrafnseyrarheiði mokuð í síðasta sinn - Myndband

Dýrafjarðargöng verða tilbúin í haust

19.6.2020

Gunnar G. Sigurðsson mokaði Hrafnseyrarheiði í síðasta sinn í byrjun maí. Gunnar hefur mokað Hrafnseyrarheiði á hverju vori síðan 1974 að undanskildum tveimur árum. Dýrafjarðargöng leysa fjallveginn af hólmi nú í haust og því verður ónauðsynlegt að opna heiðina með mokstri.

Snjórinn á heiðinni var með mesta móti þetta vorið. Stálið var í kringum 20 metrar á köflum. Verkið gekk vel eins og myndbandið sýnir sem ljósmyndarinn Haukur Sigurðsson tók af Gunnari að störfum.

h