Fréttir
  • Erna Hreinsdóttir, Reynir Karlsson, Haraldur Antonsson, Lambleiksstaðir
  • Erna Hreinsdóttir, Reynir Karlsson, Guðrún Guðmundsdóttir, Magnús Guðjónsson og Reynir Gunnarsson. Hólmur.
  • Erna Hreinsdóttir, Reynir Karlsson, Hjördís Skírnisdóttir og Reynir Gunnarsson. Borgir.
  • Jón Kristinn Jónsson, Erna Hreinsdóttir, Reynir Karlsson og Sæmundur Jón Jónsson, Árbær-Brunnhóll
  • Brú á Hornafjarðarfljóti
  • Yfirlitsmynd

Hornafjarðarfljót: Samningar við landeigendur

200 milljónum verður varið í framkvæmdina í ár

17.5.2017

Í vikunni voru fyrstu samningarnir við landeigendur vegna nýs Hringvegar í Hornafirði undirritaðir en í ár verða settar 200 milljónir króna í framkvæmdina. Framkvæmdaleyfi hefur verið gefið út. Við þessa framkvæmd fækkar einbreiðum brúm á Hringveginum um þrjár.

Þann 15. maí 2017 voru fyrstu samningar við landeigendur undirritaðir vegna kaupa Vegagerðarinnar á landi undir nýjan Hringveg í Hornafirði. Á myndunum eru auk landeigenda Erna Hreinsdóttir  og Reynir Gunnarsson frá Vegagerðinni og Reynir Karlsson frá AM Praxis sem sér um lögfræðilega hlið samninganna fyrir hönd Vegagerðarinnar. 

Sveitarfélagið Hornafjörður hefur þegar veitt Vegagerðinni framkvæmdaleyfi og 200 m kr. hefur verið ráðstafað til að hefja framkvæmdir í ár.

Nýr Hringvegur um Hornafjörð mun liggja á milli bæjanna Hólms og Dynjanda. Vegamót verða við núverandi Hringveg á móts við Hólm, tengingar að Brunnhóli og Einholti aðlagaðar nýjum vegi, tengivegur verður meðfram Djúpá, gerður verður varnargarður austan Hornafjarðarfljóta, ný vegamót verða við Hafnarveg og önnur vegamót við núverandi Hringveg austan Hafnarness. Jafnframt verða útbúnir áningarstaðir fyrir vegfarendur. 

Fjórar brýr verða í fyrirhuguðum framkvæmdum; yfir Djúpá, Hornafjarðarfljót, Austurfljót og Bergá. Þannig fækkar einbreiðum brúm á Hringvegi um þrjár. 

Yfirlitsmynd (pdf)