Fréttir
  • Umferðin eftir mánuðum
  • Umferðin með spá út árið
  • Umferðin uppsafnað
  • Umferðin eftir vikudögum
  • Umferðin - samanburðartafla

Hóflegur vöxtur í umferð

Umferð á Hringvegi í maí jókst um 3,8%

7.6.2018

Umferðin yfir 16 lykilteljara Vegagerðarinnar á Hringvegi jókst um 3,8% í nýliðnum maí mánuði.  Aukning frá áramótum mælist 5,6% sem er rúmlega tvöfalt minni en á sama tíma á síðasta ári. Umferðaraukning á Hringvegi stefnir í 3,5%, sem er mun minni aukning en undanfarin ár.

Frá áramótum 2017 og 2018
Nú hefur umferð aukist um 5,6%, frá áramótum miðað við sama tímabil á síðasta ári.  Í maí mánuði á síðasta ári hafði umferðin aukist um 11,3% og þar áður um 16,1%, þannig að almennt séð virðist vera að hægjast á vexti umferðar miðað við undanfarin ár.

Frá áramótum hefur umferðin aukist mest um Suðurland eða um 11% en minnst um Vesturland eða um 4%.

Umferð eftir vikudögum
Frá áramótum hefur umferð aukist mest á mánudögum eða um 10,4% en athygli vekur að 2,6% samdráttur mælist á sunnudögum.  Mest er ekið á föstudögum en minnst á sunnudögum.

Horfur út árið 2018
Nú stefnir í hóflegan vöxt umferðar um Hringveg eða 3,5%.

 

 

Talnaefni