Fréttir
  • Undirskrift vegna Herjólfs ohf. Grímur Gíslason og Lúðvík Bervinsson frá Herjólfi ohf. ásamt forstjóra Vegagerðarinnar Bergþóru Þorkelsdóttur
  • Undirskrift vegna Herjólfs ohf. Lúðvík Bergvinsson og Bergþóra Þorkelsdóttir
  • Nýr Herjólfur
  • Nýr Herjólfur
  • Nýr Herjólfur
  • Nýr Herjólfur
  • Nýr Herjólfur
  • Nýr Herjólfur
  • Nýr Herjólfur
  • Nýr Herjólfur
  • Nýr Herjólfur

Herjólfur ohf. tekur við rekstri Vestmannaeyjaferjunnar

skrifað undir samninga varðandi notkun gamla Herjólfs

29.3.2019

Vegagerðin og Herjólfur ohf. gerðu í dag með sér samkomulag vegna siglinga gamla Herjólfs. En Herjólfur ohf. tekur í fyrramálið við rekstri á siglingum milli lands og Vestmannaeyja sem Sæferðir/Eimskip hefur sinnt mörg undanfarin ár. Herjólfur ohf. er í eigu Vestmannabæjar. 

Forstjóri Vegagerðarinnar skrifaði undir samkomulagið í Reykjavík ásamt fulltrúum Herjólfs ohf. en síðar í dag skrifar Vestmannaeyjabær undir  samkomulagið. Áður var búið að gera samkomulag um reksturinn almennt en þar sem nýr Herjólfur er ókominn og ákveðið að Herjólfur ohf. tæki við siglingum milli lands og Eyja þann 30. mars var gert samkomulag varðandi reksturinn á gamla Herjólfi. 

Unnið er að lokauppgjöri vegna nýs Herjólfs en mikil breyting verður á þegar nýr Herjólfur hefur siglingar enda skipið vel smíðað svo sem sjá má á myndum sem fylgja með fréttinni. 

Enn er siglt í Þorlákshöfn en veðurfar og sjólag hefur ekki leyft dýpkun í Landeyjahöfn í marga daga en dýpkun var annars langt komin. Þarf nokkra góða daga til að ljúka dýpkun nema því meira hafi borist af sandi í höfnina í veðrinu síðustu daga en dýpið verður mælt á laugardag.