Fréttir
  • Herjólfur kemur í Landeyjahöfn

Herjólfur fer ekki í viðgerð í nóvember

Varahlutir í gír skipsins ekki tilbúnir

20.10.2017

Í vikunni gekk Vegagerðin frá leigu á norsku ferjunni Bodö. Eftir að leigusamningur var kominn á kom  í ljós að rekstaraðili Herjólfs, Eimskip, getur ekki staðið við  áætlun um viðgerð á Herjólfi á þeim tíma sem ráðgert var þ.e.a.s. í nóvember nk. 

Undirverktaki Eimskips gat ekki staðið við afhendingu varahlutanna á þeim tíma  og verða þeir ekki til afhendingar fyrr en eftir einhverjar vikur.

Norska ferjan Bodö átti að leysa Herjólf af frá 20. nóvember. Bodö er 80 metra langt skip, tekur 330 farþega og u.þ.b. 72 bíla. Skipið hefur leyfi til siglinga í Þorlákshöfn, á svokölluðu „B“ siglingasvæði.  

Frekari skýringa vegna þessara tafa er vísað til rekstraraðila Herjólfs, Eimskips sem er með Herjólf á þurrleigu og ber samkvæmt samningi ábyrgð á viðgerðum ferjunnar.