Fréttir
  • Umferðin eftir mánuðum
  • Umferðin með spá út árið
  • Meðalaukning umferðar
  • Umferðin uppsafnað
  • Umferðin eftir vikudögum

Gríðarleg aukning umferðar í ár - stefnir í metumferð

umferðin í ár hefur aukist um 13 prósent frá síðasta ári

1.11.2016

Umferðin í nýliðnum október jókst um tæplega 11 prósent og kemur í kjölfar mikillar aukningar í sama mánuði í fyrra. Þannig að umferðin í október hefur aukist gríðarlega tvö ár í röð. Umferðin í ár hefur aukist gríðarlega mikið og lítur út fyrir að aukningin verði 13 prósent milli ára. Árið 2007 var met í umferðinni en nú stefnir í að umferðin árið 2016 verði 20 prósentum meiri en árið 2007.

Milli mánaða 2015 og 2016
Umferðin um 16 lykilteljara Vegagerðarinnar á Hringvegi jókst um tæp 11% milli október mánaða.  Á síðasta ári var met hækkun milli október mánaða en þá jókst umferðin um 12,5%, þannig þessi mikla hækkun nú bætist við mestu hækkun sem orðið hefur á milli október mánaða frá síðasta ári.

Mest jókst umferðin um Austurland eða um rúmlega 41% en minnst um og við höfuðborgarsvæðið eða um tæp 8%.

Umferðardeild hefur tekið saman aukningu eftir mánuðum frá árinu 2005 og kemur í ljós umferðin eykst mest síðsumars þar sem árleg aukning í september er mest eða 3,7%.

Samanburdur-oktober

Frá áramótum 2015 og 2016
Nú hefur umferðin aukist um 13% frá áramótum miðað við sama tímabil á síðasta ári. Þessi aukning er sú lang mesta, eða rúmlega tvöfalt meiri en gamla metið frá árunum 2006 og 2007, frá því að þessi samantekt hófst.

Umferðin hefur aukist mest um Austurland eða um rúmlega 30% en minnst um höfuðborgarsvæðið eða um tæp 11%.

 

 

Umferð eftir vikudögum 2015 og 2016
Umferðin hefur aukist mikið alla vikudaga en mest hefur aukningin verið á sunnudögum eða 15,5% en minnst hefur umferðin aukist á föstudögum eða um tæp 9%.  Mest er ekið á föstudögum en minnst á þriðjudögum.  Umferðin á fimmtudögum er næst meðalumferð.

Horfur út árið  2016
Þegar aðeins tveir mánuður eru eftir af árinu 2016 stefnir umferðin í að aukast um tæp 13% miðað við árið 2015.  Ef af verður yrði þetta tvöfalt meiri aukning en gamla metið frá 2007.  Þá skal það haft í huga að umferðin 2016 stefnir nú í að vera 20% meiri en hún var árið 2007.  

Talnaefni