Fréttir
  • Skógafoss göngustígur, mynd frá Umhverfisstofnun

Göngustíg við Skógafoss lokað

lokun gildir til 17. mars nk.

29.12.2016

Umhverfisstofnun hefur lokað göngustígnum á Skógaheiði við Skógafoss, tímabundið fyrir ferðamönnum með það að markmiði að vinna að viðeigandi verndarráðstöfunum, en álag á svæðinu hefur verið gríðarlegt í vetur vegna mikils ferðamannastraums. Lokunin gildir til 17. mars 2017, eða þar til verndarráðstöfunum er lokið og óhætt verður að hleypa umferð fólks aftur inn á svæðið að mati Umhverfisstofnunar. 

Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Umhverfisstofnunar.