Fréttir
  • Stálbrýr hífðar upp á hafnarbakkann í Straumsvík.
  • Göngubrýrnar eru nánast jafn langar og flutningaskipið.
  • Við hafnarbakkann í Straumsvík.

Göngubrýr fluttar í heilu lagi

Stálbrýr yfir Reykjanesbraut við Þorlákstún og Ásland

28.2.2020

Tvær göngubrýr sem munu þvera Reykjanesbraut við Þorlákstún og Ásland eru komnar til landsins. Unnið var að því í dag, föstudaginn 28. febrúar, að hífa stálbrýrnar á hafnarbakkann í Straumsvík.
Brýrnar verða fluttar í heilu lagi á sína staði í kvöld og á morgun.  

Á föstudagskvöldinu fer brúin við Ásland á sinn stað. Umferð verður stöðvuð á Reykjanesbraut milli Straumsvíkur og Krýsuvíkurgatnamóta kl 21:00 í u.þ.b. 15 mínútur, án hjáleiðar fyrir almenning. Umferð verður stöðvuð á Reykjanesbraut milli Krýsuvíkurgatnamóta og Kaldárselsvegar milli kl 21:00 og 2:00 með hjáleið um Ásbraut.

Á laugardagskvöldinu verður brúin við Þorlákstún sett upp. Þá verður umferð stöðvuð á Reykjanesbraut milli Straumsvíkur og Krýsuvíkurgatnamóta kl 21:00 í u.þ.b. 15 mínútur, án hjáleiðar fyrir almenning. Umferð verður stöðvuð á Reykjanesbraut milli Krýsuvíkurgatnamóta og Strandgötubrúar milli kl 21:00 og 2:00 með hjáleið um Ásbraut.