Fréttir
  • framkvæmdafréttir 10. tbl. 2019.

Framkvæmdafréttir 10. tbl. '19

Vefútgáfa komin á netið

18.11.2019

Tíunda tölublað Framkvæmdafrétta er komið út. Þar er meðal annars greint frá nýrri stefnu Vegagerðarinnar, útgáfu stefnuskjals og birt nýtt skipurit.­

Sagt er frá rannsóknaráðstefnu Vegagerðarinnar sem fram fór í Hörpu 1. nóvember síðastliðinn. Einnig er sagt sérstaklega frá tveggja rannsóknarskýrslna um Úttektir á klæðingum á Vestfjörðum, og slysum á stofnbrautum höfuðborgarsvæðisins. Finna má allar skýrslur á vef Vegagerðarinnar.

Greint er frá útboðum þriggja brúa í Austur-Skaftafellssýslu og birtar niðurstöður nokkurra nýlegra útboða á vegum Vegagerðarinnar.

Vefútgáfa Framkvæmdafrétta