Fréttir
  • Gangagerð Dýrafjarðarganga Arnarfjarðarmegin. Mynd/Haukur Sigurðsson

Fjallað um Vestfirði í Framkvæmdafréttum

Allar greinar um vegagerð á Vestfjörðum í tilefni af opnun Dýrafjarðarganga

10.11.2020

Í sjöunda tölublaði Framkvæmdafrétta sem datt inn um lúgur hjá lesendum í vikunni er eingöngu fjallað um samgöngur á Vestfjörðum. Er það gert í tilefni af opnun Dýrafjarðarganga í lok október. Meðal efnis í blaðinu er umfjöllun um óvenjulega opnunarathöfn ganganna, viðtal við Gísla Eiríksson fráfarandi forstöðumann jarðganga hjá Vegagerðinni, samantekt á framkvæmd Dýrafjarðarganga og grein um vegagerð á sunnanverðum Vestfjörðum.

Rafræna útgáfa af blaðinu má finna hér.

Hægt er að gerast áskrifandi að Framkvæmdafréttum með því að senda skilaboð á solveig.gisladottir@vegagerdin.is

Svo fylgir hér stutt myndband af gerð Dýrafjarðarganga sem gert var í tilefni af opnun ganganna.

l