Fréttir
  • Umferðin hlutfallsleg breyting
  • Umferðin samanlagt
  • Umferðin eftir mánuðum
  • Umferðin með spá út árið
  • Umferðin eftir vikudögum

Enn metumferð á Hringvegi

umferðin 13 prósentum meiri en í fyrra

3.4.2023

Umferðin heldur áfram að aukast mikið á Hringveginum. Hún jókst um 13 prósent í mars og hefur umferðin þá aukist verulega í öllum mánuðum þessa árs. Umferðin hefur aldrei verið meiri en hún reyndist núna eða 3,5 prósentum meiri en í mars árið 2018.


Milli mánaða
Enn á ný var slegið met í umferðinni, um 16 lykilteljara á Hringvegi, en umferðin í nýliðnum mars reyndist rúmlega 13% meiri nú en á síðasta ári og um 3,5% meiri en gamla metið frá árinu 2018. Þá hafa verið slegin umferðarmet í hverjum mánuði, það sem af er árs.

Mest jókst umferðin um Vesturland eða um 17,4% en 6,6% samdráttur varð á Austurlandi.

Mest jókst umferð um mælisnið austan við Hvolsvöll, sem er óhefðbundið sé tekið mið af stærð (umferðarmagn) og staðsetningu mælisniðs (við þéttbýli).

Samanburðartafla










Frá áramótum
Nú hefur umferðin aukist um tæp 16% frá áramótum og þarf að leita allt aftur til ársins 2016 til að finna viðlíka aukningu miðað við árstíma.

Umferð hefur aukist um öll landssvæði en mest um Suðurland eða um 22% en minnst um Austurland eða um 5%.

Umferð eftir vikudögum
Það sem af er árs hefur umferð aukist í öllum vikudögum en hlutfallslega mest á mánudögum eða rúmlega 30%.  Minnst hefur umferð aukist á sunnudögum eða um rúmlega 5%.

Mest er ekið á föstudögum en minnst á sunnudögum, það sem af er ári.