Fréttir
  • Umferðin uppsafnað
  • Umferðin eftir mánuðum
  • Umferðin með spá út árið
  • Umferðin eftir vikudögum

Enn eru slegin met í umferðinni

tíðin í febrúar var góð sem er hluti skýringarinnar

1.3.2017

Umferðin um 16 lykilteljara Vegagerðarinnar á Hringveginum jókst um meira en 15 prósent í febrúar sem er gríðarlega mikil aukning, en fyrir ári var líka slegið met í aukningu í umferðinni en nú er aukningin enn meiri. Hluti af skýringunni er að tíðin í febrúar var góð sem skilar sér í aukinni umferð. Nú hefur umferðin frá áramótum aukist um 14 prósent sem er líka met.


Milli mánaða 2016 og 2017
Umferðin jókst um 15,3% milli febrúarmánaða, um 16 lykilteljara Vegagerðarinnar á Hringvegi.  Þetta er mesta aukning milli febrúarmánaða frá því að þessi samantekt hófst árið 2005. Gamla metið frá síðasta ári var slegið með 0,7 prósentustigum. Þessi mikla aukning kemur Vegagerðinni ekki á óvart þar sem óvenju góð tíð var á landinu í nýliðnum febrúar.

Mest jókst umferðin um Austurland eða um 44%, en næst mest um Suðurland eða um 28%.  Hafa ber í huga að umferð um Austurland er jafnframt sú minnsta í þessum samanburði. Minnst jókst umferðin um og við höfuðborgarsvæðið eða um 11%, sem er mjög mikil aukning á þessu svæði, þar sem umferðin er mest.


Samanburdartafla-februar

Frá áramótum milli áranna 2016 og 2017

Umferðin hefur nú aukist um rétt rúmlega 14%, frá áramótum miðað við sama tímabil á síðasta ári.  Þetta er met aukning miðað við árstíma, frá upphafi þessarar samantektar. Gamla metið frá síðasta ári var slegið með 0,5 prósentustigum.

Mest hefur umferðin vaxið á Austurlandi eða um 35% en minnst um höfuðborgarsvæðið eða um 11%, sem er gríðar mikið á þessu svæði.

Umferðin eftir vikudögum milli áranna 2016 og 2017
Það sem af er ári hefur umferðin aukist hlutfallslega mest á fimmtudögum, miðað við sama tímabil á síðasta ári, eða um rúmlega 21%. Minnst hefur aukningin mælst á sunnudögum eða um 8%.

Mest hefur verið ekið á föstudögum en minnst á miðvikudögum.

Talnaefni