Fréttir
  • Umferðin eftir mánuðum
  • Umferðin hlutfallsleg breyting
  • Umferðin uppsafnað
  • Covid umferðin það sem af er ári 1.6.20
  • Covid Umferðin á Hb vikuleg 22
  • Umferðin með spá út árið
  • Umferðin eftir vikudögum

Dregur úr samdrætti í umferð á höfuðborgarsvæðinu

Mikill samdráttur en minni en í maí

5.6.2020

Umferðin í maí á höfuðborgarsvæðinu reyndist 9,5 prósentum minni en í sama mánuði fyrir ári síðan, þetta er mjög mikill samdráttur en mun minni en í apríl mánuði þegar samdrátturinn reyndist 28 prósent. Umferðin í síðustu viku reyndist einnig nánasta sú sama of í sömu viku fyrir ári, þannig að áhrifin af Covid-19 virðast vera að hverfa.

Milli mánaða 2019 og 2020
Umferðin í nýliðnum maí mánuði, fyrir þrjú lykilmælisnið Vegagerðarinnar á höfuðborgarsvæðinu, reyndist 9,5% minni en í sama mánuði á síðasta ári.  Þetta er mun minni samdráttur en varð í apríl á þessu ári en þá varð til nýtt met sett í samdrætti milli einstakra mánuða sem reikna má með að verði seint slegið og vonandi aldrei af sömu ástæðu. 

Leita þarf aftur til ársins 2016 til að finna minni umferð í maí.

Mest dróst umferðin saman um snið á Hafnarfjarðarvegi eða um tæplega 18% en minnst í sniði á Reykjanesbraut eða um tæplega 6%.

Umferð vikudaga
Samdráttur varð í öllum vikudögum en mest á sunnudögum og minnst á miðvikudögum.  Mest var ekið á þriðjudögum en minnst á sunnudögum.

 

Umferðin í síðustu viku eða viku 22
Í síðustu viku var umferðin rétt undir umferðinni í sömu viku fyrir ári síðan eða rétt rúmlega 1% undir.  Umferðin í sniði á Reykjanesbraut reyndist rúmlega 3% meiri en fyrir ári síðan og er það eina sniðið sem sýndi aukningu á milli ára.  Mest dróst umferðin saman í sniði á Hafnarfjarðarvegi eða um rétt rúmlega 4% sem er minnsti samdráttur frá því í viku 8, á þessu ári.

Hlutfallslegur mismunur á umferð í viku 22 eftir mælisniðum:

Hafnarfjarðarvegur við Kópavogslæk     -4,2%
Reykjanesbraut við Dalveg í Kópavogi    +3,2%
Vesturlandsvegur ofan Ártúnsbrekku      -3,5%

Horfur út árið 2020
Nú eru horfur á að um 10% samdráttur verði í umferð um höfuðborgarsvæðinu í ár miðað við síðasta ár.  Þannig vill til að ef höfuðborgarbúar flykkjast út á þjóðvegi landsins í sumar er vel mögulegt að samdráttur á höfuðborgarsvæðinu verði enn meiri.

Talnaefni