Fréttir
  • Umferðin eftir mánuðum
  • Umferðin með spá út árið
  • Umferðin uppsafnað
  • Umferðin eftir vikudögum

Dregur úr aukningu umferðar á höfuðborgarsvæðinu

aukningin er þrisvar minni en hún var fyrir ári

3.5.2018

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu jókst um 4,3 prósent í apríl síðast liðnum. Í ár nemur aukning umferðar á svæðinu 3,4 prósentum sem er mun minni aukning en á síðasta ári. Reikna má með að í ár aukist umferðin á höfuðborgarsvæðinu um 3-4 prósent.

Milli mánaða 2017 og 2018
Áætlað er að umferð hafi aukist um 4,3% milli apríl mánaða 2017 og 2018.  Nokkrar sveiflur koma fram á milli teljara en mælisnið ofan Ártúnsbrekku sýnir 9,2% samdrátt meðan mælisnið á Reykjanesbraut við Dalveg sýnir 15,2% aukningu.  Ekki er hægt að útiloka bilun í búnaði en umferð ofan Ártúnsbrekku mældist óvenju mikil á síðasta ári í apríl.

Ekki hefur mælst meiri umferð í aprílmánuði frá upphafi þessarar samantektar og nú hefur umferð í apríl aukist um 2,5%, að jafnaði frá árinu 2005.

Frá áramótum milli 2017 og 2018
Nú er áætlað að umferð hafi aukist um 3,4% frá áramótum miðað við samsvarandi tímabil á síðasta ári.  Þetta er tæplega þrisvar sinnum minni aukning en á sama tíma á síðasta ári.

Umferð eftir vikudögum
Umferð jókst í öllum vikudögum, í apríl, ef frá eru taldir sunnudagar en þar mældist 5% samdráttur.  Mest jókst umferð á föstudögum eða um 15%, sem jafnframt voru umferðarmestir en sunnudagar umferðarminnstir.

Horfur út árið 2018
Reiknað er með því að umferðaraukning á höfuðborgarsvæðinu verði mun hóflegri en undanfarin þrjú ár eða um 3 – 4 %.

Talnaefni