Fréttir
  • Steinavötn 1.10.17
  • Steinavötn 1.10.17
  • Aðgerðarstjórn í Reykjavík og á verkstað að störfum í dag
  • Steinavötn 1.10.17
  • Steinavötn 1.10.17
  • Steinavötn 1.10.17
  • Steinavötn 1.10.17
  • Steinavötn 1.10.17
  • Steinavötn 1.10.17
  • Steinavötn 1.10.17

Brúin yfir Steinavötn opin fyrir gangandi umferð

burður nægur til að hætta sé ekki á ferðum

1.10.2017

Eftir skoðun á ástandi og burðarþoli brúarinnar yfir Steinavötn hefur verið ákveðið að heimila umferð gangandi yfir brúna. Slík umferð verður þó einungis heimil undir eftirliti, að degi til. Umferð bifreiða verður möguleg í Hala í Suðursveit annarsvegar og að Hrollaugsstöðum hinsvegar. Hægt verður þá að skilja bifreiðar eftir á þessum stöðum.
Unnið er að því að skipuleggja ferðir að og frá brúnni. Fólk þarf því síðan að ganga í gegnum vinnusvæðið og yfir brúna og fá síðan far hinu megin að annaðhvort Hala eða Hrollaugsstöðum. Það fyrirkomulag verður skipulagt nánar á morgun. 

Miðað er við að heimila umferð gangandi á milli kl. 08:00 og 20:00 meðan þetta ástand varir. Rétt er að ítreka að þarna er vinnusvæði og starfsemi í fullum gangi hjá vegagerðarmönnum. Þeirrar vinnu vegna gæti skapast bið á því að fólk komist yfir sjálfa brúna. T.d. er reiknað með að gera enn frekari álagsprófanir á brúnni á morgun.


Á myndinni af aðgerðarstjórninni má sjá Magnús Val Jóhannsson, Guðmund Val Guðmundsson, á skjánum eru Ingunn Loftsdóttir, Reynir Gunnarsson og Sveinn Sveinsson og síðan Hreinn Haraldsson og Óskar Örn Jónsson. Allt starfsmenn Vegagerðarinnar.

PS. 2.10. Ekki virðist mikil þörf á því að ferja fólk á milli staða og því hefur enn ekki verið skipulagt að koma upp rútuferðum milli brúarinnar og Hala annarsvegar og Hrollaugsstaða hinsvegar, einsog til stóð. Einnig er beðið niðurstaðna álagsprófa og ákvörðunar um að hugsanlega verði leyfð umferð léttra bíla yfir brúna.