Fréttir
  • Breytinga á vegnúmerum

Breyting á vegnúmerum: Hluti núverandi Kaldadalsvegar (550) verður Uxahryggjavegur (52)

Breytingin tekur gildi um áramót

27.9.2019

Sú breyting mun eiga sér stað um næstu áramót að sá hluti núverandi Kaldadalsvegar (550) sem liggur frá Þingvallavegi (36) að vegamótum við Uxahryggjaveg (52) mun verða hluti Uxahryggjavegar. Þannig mun vegur 52 liggja frá Þingvallavegi alla leið að Borgarfjarðarbraut (50). Sjá mynd.

Þessi breyting tekur gildi frá og með 1. janúar 2020. Töluverður munur er á vegtegundum á Kaldadalsvegi og þykir eðlilegra að þessi syðri hluti hans tilheyri Uxahryggjavegi.

Þessi breyting er m.a. hugsuð fyrir ferðamenn, á leið á milli Suðurlands og Vesturlands, sem slysast þannig síður inn á veg sem hentar ekki öllum farartækjum jafnvel.