Fréttir
  • Eiðar - Laufás

Borgarfjarðarvegur (94) í Múlaþingi. Eiðar - Laufás

kynningarskýrsla um framkvæmdina

18.10.2021

Vegagerðin kynnir fyrirhugaðar framkvæmdir á um 14,8 km löngum kafla á Borgarfjarðarvegi (94) á milli Eiða og Laufáss í Múlaþingi. Um er að ræða endurbyggingu vegarins. Markmið framkvæmdarinnar er að auka umferðaröryggi og stuðla að greiðari samgöngum á Borgarfjarðarvegi. Með endurbyggðum vegi með bundnu slitlagi mun umferðaröryggi aukast til mikilla muna og umferð um svæðið verða greiðari en hún er nú.

Sjá nánar um verkið og kynningarskýrslu hér á síðu Vegagerðarinnar.