Fréttir
  • Bjarkalundur---Skalanes

Bjarkalundur - Skálanes kynningarfundur

haldinn þriðjudaginn 8. nóvember á Reykhólum

7.11.2016

Vegagerðin heldur kynningarfund um mat á umhverfisáhrifum vegna framkvæmdarinnar Vestfjarðavegur (60) Bjarkalundur - Skálanes þriðjudaginn 8. nóvember. Fundurinn verður haldinn í Reykhólaskóla á Reykhólum kl. 17-19. 

Frummatsskýrsla liggur frammi til kynningar á Reykhólum, í Bjarkarlundi, Þjóðarbókhlöðunni og hjá Skipulagsstofnun. Hana má einnig finna hér á vef Vegagerðarinnar. 

Allir hafa rétt á að kynna sér frummatsskýrsluna og leggja fram athugasemdir. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast Skipulagsstofnun fyrir 8. desember nk.