Fréttir
  • Aurskriðan var nokkuð stór, um 160 m í þvermál við þjóðveginn.
  • Bíll lenti utanvegar þegar aurskriðan lenti á honum.
  • Nokkrar skemmdir urðu á veriðum.
  • Mynd af flóðinu sem tekin var í morgunsárið.
  • Samkvæmt mynd úr ratsjárstöð sem Ingibjörg Jónsdóttir dósent við Háskóla Íslands hefur unnið virðist skriðan um 160 m breið.
  • Aurskriðan var nokkuð stór, um 160 m í þvermál við þjóðveginn.
  • Bíll lenti utanvegar þegar aurskriðan lenti á honum.

Aurskriða féll á Grenivíkurveg (83)

Hjáleið um Fnjóskadalsveg eystri (835)

17.11.2022

Aurskriða féll á Grenivíkurveg (83) í morgun. Ökumaður bíls sem lenti í aurskriðunni tilkynnti um atvikið. Þrennt var í bílnum en engan sakaði. Veginum hefur verið lokað og óvíst með opnun.

Tilkynnt var um aurskriðuna klukkan 5:40 í morgun, fimmtudaginn 17. nóvember. Hún féll á þjóðveginn rétt sunnan við Fagrabæ í Grýtubakkahreppi, sunnan við Grenivík. Samkvæmt upplýsingum frá Háskóla Íslands er skriðan um 160 m að breidd við þjóðveginn.

Vegagerðin var kölluð út og lokaði veginum við Hraná, en hjáleið er um Dalsmynni (Fnjóskadalsveg eystri (835)). Lögreglan og almannavarnardeild eru að kanna hvort hætta sé á fleiri skriðum á þessum stað. Óljóst er hvenær Vegagerðin getur byrjað að vinna að opnun vegarins en ljóst er að skemmdir eru nokkrar, til dæmis á vegriðum. Þá þarf að aka efninu í burtu sem mun taka þó nokkurn tíma.