Fréttir
  • Á Klettshálsi
  • Í Djúpafirði

Aukin þjónusta vegna bilunar Baldurs

Þjónustutími lengdur og hálkuvarnir auknar

22.11.2017

Þjónustutími vetrarþjónustu á leiðinni Patreksfjörður – Dalsmynni (við vegamót Hringvegar og Vestfjarðavegar) verður aukinn og mun standa til kl. 20:00 alla daga nema laugardaga meðan Baldur siglir ekki. Útlit er fyrir að Baldur verði frá í nokkrar vikur. Auk lengingar þjónustutímans verða hálkuvarnir auknar sem og eftirlit. Þannig verður hægt að bregðast við aðstæðum sérstaklega og auka þjónustu reynist þess þörf. 

Vegagerðin óskar eftir góðu samstarfi við flutningsaðila og hefur þegar verið haft samband við þá varðandi það. Heppilegra þykir að bregðast við aðstæðum hverju sinni í stað þess að auka þjónustuna enn frekar.

Þjónusta á þessum kafla hefur staðið til 17:30 en til samanburðar er þjónustan á Djúpvegi til Hólmavíkur til kl. 19:00 og til 19:30 frá Hólmavík að Hringvegi.

Helstu farartálmar eru Klettsháls, Ódrjúgsháls, Hjallaháls, Svínadalur og Brattabrekka og verður fylgst sérstaklega vel með þeim stöðum.