Fréttir
  • Arndís Ósk Ólafsdóttir Arnalds er nýr framkvæmdastjóri mannvirkjasviðs.

Arndís Ósk Ólafsdóttir Arnalds nýr framkvæmdastjóri mannvirkjasviðs

Sest einnig í yfirstjórn Vegagerðarinnar

18.4.2023

Arndís Ósk Ólafsdóttir Arnalds hefur verið ráðin framkvæmdastjóri mannvirkjasviðs. Hún tekur einnig sæti í yfirstjórn og framkvæmdastjórn Vegagerðarinnar. 

Arndís hefur víðtæka reynslu og þekkingu af verkefnastjórnsýslu, áætlanagerð og undirbúningi umfangsmikilla innviðaframkvæmda. Hún kom fyrst til starfa hjá Vegagerðinni í febrúar á síðasta ári þegar hún tók við starfi forstöðumanns Verkefnastofu Borgarlínu. 

Áður var Arndís hjá Orkuveitu Reykjavíkur og Veitum þar sem hún vann um 14 ára skeið, síðast sem forstöðumaður vatns- og fráveitu, auk þess að sitja í framkvæmdastjórn Veitna.  

Arndís er með mastersgráðu í umhverfis- og byggingarverkfræði frá Heriot Watt University árið 2006. Hún lauk BS-gráðu í umhverfis- og byggingarverkfræði frá Háskóla Íslands ári 2004.  

Alls barst 21 umsókn um starfið. Arndís tekur við starfinu þann 1. maí næstkomandi.