Fréttir
  • Vegagerðin fær annað Græna skrefið
  • Vegagerðin fær annað Græna skrefið

Annað "Græna skrefið" í húsi

Miðstöð Vegagerðarinnar hlaut annað græna skrefið

8.5.2017

Miðstöð Vegagerðarinnar á höfuðborgarsvæðinu hlaut í dag mánudaginn 8. maí viðurkenningu Grænna skrefa í ríkisrekstri frá Umhverfisstofnun. Vegagerðin er meðal fyrstu ríkisstofnana til að laga starfsemi sína að Grænum skrefum í ríkisrekstri.

Græn skref eru leið fyrir opinberar stofnanir til að vinna markvisst að umhverfismálum með skýrum aðgerðum og fá viðurkenningu eftir hvert skref.

Markmið grænna skrefa eru m.a. að gera starfsemi ríkisins umhverfisvænni, draga úr rekstrarkostnaði, auka vellíðan og bæta starfsumhverfi. Grænu skrefin eru fimm og nú þegar öðru skrefi er náð, mun stofnunin vinna markvisst að áframhaldandi vinnu, fyrst við að ljúka innleiðingu fyrsta skrefsins í starfsemi sinni á landsbyggðinni og síðan við að ná næsta skrefi.

Hægt er að fræðast frekar um innleiðingu umhverfisstjórnunar hjá Vegagerðinni á heimasíðunni hér og um Græn skref í ríkisrekstri á vefnum Græn skref.

Á myndinni eru Hreinn Haraldsson forstjóri Vegagerðarinnar sem tekur við viðurkenningunni úr hendi Hólmfríðar Þorsteinsdóttur sérfræðingi hjá Umhverfisstofnun, og Matthildur B. Stefánsdóttir deildarstjóri umhverfisstjórnunar hjá Vegagerðinni. Auk þess bætist Ásrún Rudolfsdóttir gæðastjóri Vegagerðarinnar við á seinni myndinni þar sem Grænu skrefin eru rædd á jákvæðum nótum.