Fréttir
  • Covid Umferðin á Hb vikuleg 21
  • Covid umferðin það sem af er ári 25.5.

Aftur minnkar umferðin á höfuðborgarsvæðinu

Umferðin minni en í síðustu viku

25.5.2020

Umferðin um lykilsnið Vegagerðarinnar á höfuðborgarsvæðinu dróst meira saman í síðustu viku en vikurnar tvær á undan. Umferðin í viku 21 var minni en bæði í viku 20 og í viku 19. í samanburði við sömu viku fyrir ári dróst umferðin saman um nærri 12 prósent sem er nokkuð meiri samdráttur en síðustu vikur á undan. Erfitt er að meta hvað veldur en líklega hefur uppstigningardagur áhrif.

Eftir að dregið hefur jafnt og þétt úr samdrætti í umferð á höfuðborgarsvæðinu síðustu vikur dró aftur í sundur með vikum þessa árs og því síðasta, í umferð yfir 3 lykilmælisnið, þ.e.a.s. umferðin dróst meira saman í síðustu viku. Í síðustu viku, eða viku 21, mældist 11,5% samdráttur.  Þetta er ef til vill áminning um það að umsvif samfélagsins eru ekki komin í fyrra horf, enda varla von á því.  Þessi ,,litli” samdráttur í viku 20 kom eiginlega svolítið á óvart nema skýringin felist í því að uppstigningardagur í ár bar upp á þessa viku.  Svo er ekki ósennilegt, þegar svona stutt tímabil eru borin saman, að mismunur í umferð þessa og síðasta árs, eigi eftir að sveiflast til og frá.   

Óvissan framundan, í umferðinni, er sumarumferðin. Munu Íslendingar ferðast innanlands í meira mæli en áður? Þá er mögulegt að umferð geti aukist yfir 16 lykilteljara á Hringvegi en á móti gæti hún þá dregist saman um lykilsnið á höfuðborgarsvæðinu. Það verður því áhugavert að fylgjast með þróun umferðar á næstu vikum.   

Mismunur eftir mælisniðum, í viku 21:

Hafnarfjarðarvegur við Kópavogslæk     -19,4%
Reykjanesbraut við Dalveg                          -7,1%
Vesturlandsvegur ofan Ártúnsbrekku        -8,4%