Fréttir
  • Röst frá Norður-Noregi

Afleysingaskip fyrir Herjólf

Röst frá Norður-Noregi leysir af

11.9.2017

Vegagerðin skrifaði undir leigusamning við ferju fyrirtækið Torghatten Nord AS í Norður-Noregi, föstudaginn 8. september, um leigu á ferjunni Röst til að leysa af siglingar Herjólfs í Landeyjahöfn meðan Herjólfur er í viðgerð. Röst hefur leyfi til siglinga á siglingaleið C en ekki á siglingaleið B. Því kemur ekki til þess að Röst hafi heimild til siglinga í Þorlákshöfn. Þess vegna er lög áhersla á að stytta tímann sem Herjólfur verður í viðgerð svo sem kostur er. 

Ekki reynir á siglingar til Þorlákshafnar nema eitthvað óvænt komi upp á veðurfarslega séð. Dýpi er þokkalegt og Röst ristir auk þess heldur minna en Herjólfur. Því má reikna með að siglingar í Landeyjahöfn gangi greiðlega þennan tíma.

Helstu stærðir skipsins eru í samanburði við Herjólf:

 

Röst 

Herjólfur 

 Lengd 66,2 m  70,7 m
 Breidd 13,4 m 16 m
 Smíðaár 1991 1992
 Vélarorka 2 x 2500 hp2 x 3672 hp 
 Farþegar/bílar 235/42 391/50

Skipið er með tveimur vélum, bógskrúfu og andvelti uggum.  

Í upphafi samninga um skipið, var skipið með öryggisskírteini til siglinga á hafsvæði B. Síðar kom í ljós að um mistök höfðu átt sér stað, þ.e.a.s. að gefa út þetta skírteini  þar sem skipið fullnægði ekki reglugerð sem kom til framkvæmda 2015. Norska siglingastofnunin dró þá til baka umrætt skírteini og hefur skipið nú haffæri til siglinga á C svæði.

Þetta skip reyndist eina skipið sem hægt var að fá á þessum tíma og var því gengið frá samningum.

Vonir standa til að skipið geti lagt af stað frá Noregi um miðja vikuna, en verið er að koma fyrir fjarskiptabúnaði til siglingar til Íslands.

Í framhaldi af þessu er unnið að því að stytta viðgerðartíma Herjólfs eins og hægt er og stefnt að því að ljúka þeirri viðgerð fyrir næstu mánaðarmót.