Afar lítil aukning umferðar á höfuðborgarsvæðinu
umferðin jókst aðeins um 0,3 prósent
Umferðin um þrjú mælisnið Vegagerðarinnar á höfuðborgarsvæðinu jókst aðeins um 0,3 prósent í nýliðnum september. Enn minni aukning var í ágúst. Frá áramótum nemur umferðaraukningin aðeins 1,1 prósenti. reikna má með að í ár aukist umferðin um 0 - 1,5 prósent.
Milli
mánaða 2018 og 2019
Afar lítil
aukning varð í umferð um þrjú lykil mælisnið Vegagerðarinnar á
höfuðborgarsvæðinu í nýliðnum mánuði eða 0,3%. Þessi litla aukning kemur í
kjölfarið á lítilli aukningu í ágúst sem var 0,1% hærri. Þessi
aukning núna er í raun borin uppi af einu mælisniði ofan Ártúnsbrekku en
aukningin þar reyndist vera 2,1%. 1,4% samdráttur varð í mælisniði á
Hafnarfjarðarvegi en engin aukning á mælisniði á Reykjanesbraut.
Frá
áramótum
Umferðin
yfir mælisniðin þrjú hefur nú aukist um 1,1% frá áramótum og er það nákvæmlega
sama staða og var árið 2012, miðað við árstíma.
Umferð
vikudaga
Í nýliðnum
mánuði jókst umferðin mest á mánudögum eða um 0,8 % en dróst mest saman á
sunnudögum eða um 2,2%. Mest var ekið á föstudögum en minnst á
sunnudögum. Umferðin á bíllausa deginum 22. september reyndist 3,1% undir
meðalumferð sunnudaga í mánuðinum.
Gera má ráð
fyrir að þar sem bíllausi dagurinn er seint í september að umferðin sé af þeim sökum
lægri en í upphafi mánaðarins en hvort sem það var tilviljun eða ekki þá
reyndist bíllausi dagurinn sá umferðarminnsti sunnudagana í nýliðnum september.
Á stöplariti hér að neðan sést að sunnudagurinn í vikunni á undan reyndist einnig umferðarlítill, rétt sjónarmun stærri.

Horfur
út árið 2019
Nú gerir
umferðarmódel umferðardeildar ráð fyrir 3 – 7% aukningu í næstu mánuðum, sem
telja verður ólíkleg þróun miðað við stöðu þjóðarbúsins. Umferðardeild gerir því ráð
fyrir að umferðaraukning á höfuðborgarsvæðinu verði frá því að vera engin og upp í
1,5% í árslok.